Lífið

Rappari biðst afsökunar á að hafa handleggsbrotið konu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bandaríski rapparinn George Watsky setti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sína eftir að hann handleggsbraut konu á tónleikum í London.

George ákvað að henda sér út í áhorfendaskarann með þeim afleiðingum að ein kona handleggsbrotnaði og annar maður marðist.

„Stökkið var ekki frábært, það var ekki töff og það var ekki merki um dug. Dagurinn sem átti að vera frábær fyrir fólkið breyttist í martröð. Þetta var heimskulegt og mjög óábyrgt af mér í sannleika sagt. Ég get ekki afsakað mig. Nei, ég var ekki fullur eða undir áhrifum fíkniefna,“ skrifar George meðal annars á Facebook-síðu sína. Hann bætir við að hann sé búinn að heimsækja báða aðila á sjúkrahúsi.

„Ég var á sjúkrahúsinu í sex klukkutíma þangað til heimsóknartíminn var liðinn. Ég fer aftur og reyni að biðjast afsökunar en ég álása þeim ekki ef þau hrækja í andlitið mitt.“

Myndband af atvikinu örlagaríka má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.