Lífið

Dimm fortíð Demi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Demi Lovato hefur gengið í gegnum ýmislegt og er óhrædd við að tjá sig um það. Hún fór í meðferð árið 2010 og sigraðist á vímuefnafíkn en hefur einnig glímt við átröskun.

„Ég gerði einu sinni nákvæmlega það sem ég vildi og var skítsama hvað fólki fannst. Það myndi koma fólki á óvart ef það vissi hve dimm og magnþrungin vandamálin mín voru,“ segir Demi í viðtali við EW og bætir við að hún hafi verið afar þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk frá sínum nánustu á þessum erfiða tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.