Lífið

Lokaþáttur FM95BLÖ í dag

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
„Þetta verður svakalegur þáttur, allir koma við sögu,“ segir Auðunn Blöndal um síðasta þáttinn af FM95Blö í sinni núverandi mynd.

„Brjánn Breki kíkir í heimsókn í fyrsta sinn í langan tíma. Sverrir Bergmann verður með föstudagslagið, Steindi með íslenskt slúður og það kæmi mér ekki á óvart ef Gillz kæmi með „spurt og svarað“. Svona mætti lengi telja,“ segir Auðunn fullur tilhlökkunar.

Þátturinn hefur verið á dagskrá FM957 alla virka daga síðastliðin tvö ár en verður eingöngu á dagskrá á föstudögum í vetur.

„Já, það verður sífellt erfiðara að halda svona daglegum útvarpsþætti ferskum. Ég er að taka að mér fullt af nýjum verkefnum og ákvað því að vera bara einu sinni í viku en leggja meiri vinnu í hvern þátt,“ segir Auðunn sem mun stýra sjónvarpsþáttunum Atvinnumennirnir okkar 2 og Ísland Got Talent í vetur.

Lokaþátturinn verður á FM957 frá klukkan 16-18 í dag. Hægt er hlusta á þáttinn í vefspilara hér á Vísi.



Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gær um lokaþátt FM95BLÖ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.