Lífið

Allt opið á Laugaveginum

Stuð á Laugaveginum í kvöld.
Stuð á Laugaveginum í kvöld. Fréttablaðið/GVA
Mikið verður um að vera á Laugaveginum í kvöld í tilefni Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Ýmsar verslanir á Laugaveginum verða opnar til klukkan 22.00 í kvöld. Þá verður ýmislegt um að vera og getur mannfólkið fengið blómlegt menningarlíf borgarinnar beint í æð.

Lúðrasveitin Svanur ætlar að tölta niður Laugaveginn í kvöld í tilefni þess að Tuborg-Jólabjórinn fer í sölu á börum bæjarins. Heyrst hefur að lúðrasveitin ætli að spila vel valin jólalög í tilefni þess að Jólabjórinn er kominn aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.