Lífið

15 ára selur kvikmyndaréttinn að dagbókinni sinni

UE skrifar
Dagbækur Maya von Wagenen byggja á gamalli sjálfshjálparbók eftir Betty Cornell.
Dagbækur Maya von Wagenen byggja á gamalli sjálfshjálparbók eftir Betty Cornell.
Þegar Maya Van Wagenen var 13 ára byrjaði hún að skrifa dagbók. Það væri ekki sérstaklega í frásögur færandi nema vegna þess að kvikmyndafyrirtækið DreamWorks hefur keypt réttinn að sögunni, og dagbækurnar verða gefnar út sem bókasería af Penguin-bókaforlaginu.

Bókaserían sem Maya hyggst gefa út heitir Popular: One Geek's Quest For The Impossible.

Ef leikarar eru undanskildir er Maya yngsta manneskjan til að gera samning við DreamWorks-kvikmyndafyrirtækið. Samningurinn við Penguin hljóðar upp á um 36 milljónir ef upphæðin væri reiknuð í íslenskum krónum.

Dagbókin fjallar um tilraunir hennar til þess að verða vinsæl meðal jafnaldra sinna með því að fylgja leiðbeiningum sjálfshjálparbókarinnar Betty Cornell's Glamour Guide for Teens sem er frá árinu 1950. Ráðin í bókinni eru eins og gefur að skilja afar gamaldags.

Samt sem áður kveðst Maya hafa fundið gagnleg ráð í bókinni sem hún gat notfært sér, það er að segja að það sé vænlegt til vinsælda að vera opinn, heiðarlegur og almennilegur við fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.