Innlent

Óhætt að sofa hjá Hiv-jákvæðum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lyfjaþróun síðustu ára hefur gert það að verkum að Hiv-veiran smitar mun færri en verið hefur. Ótti við að stunda óvarið kynlíf með HIV smituðum einstaklingi er óþarfur, sé lyfjanna neytt samviskusamlega.

Þetta kemur fram í grein sem birtist Rauða borðanum, félagsriti  Hiv smitaðra á Íslandi, en félagið hélt upp á 25 ára afmæli í Ráðhúsinu í dag. Í greininni segir að sjúklingar sem eru Hiv- jákvæðir, og taka lyf, geti bælt veiruna fullkomlega niður og smita ekki. Þá segir einnig að í samböndum þar sem annar aðilinn er smitaður sé óhætt að stunda óvarið kynlíf og geta börn á náttúrulegan hátt.

Á Íslandi hafa alls hafa 304 einstaklingar greinst með Hiv frá árinu 1983. Ef við lítum til ársins 2008 greindust 10 með sjúkdóminn. Árið 2009 greindust 15, en árið 2010 tekur talan stökk upp í 24 einstaklinga. Árið 2011 greindust 23, í fyrra greindust 20, en athygli vekur að það sem af er ári hafa aðeins fjórir greinst með Hiv. Einar segir að ný lyf sem komu á markaðinn um aldamótin hafi haft gríðarlega mikið a segja í þessu samhengi. Þau haldi veirunni í dvala og þannig geti hún ekki smitast áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×