Innlent

Júlíus Vífill með mestan stuðning

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu könnun dagana 30 og 31. október. Meðal annars var spurt um hverja af þeim sem í framboði eru fólk myndi helst vilja sjá leiða lista Sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu könnun dagana 30 og 31. október. Meðal annars var spurt um hverja af þeim sem í framboði eru fólk myndi helst vilja sjá leiða lista Sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Tvær vikur eru þar til prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram. Fjórir eru í slagnum um fyrsta sætið, þau Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu könnun dagana 30 og 31. október. Meðal annars var spurt um hverja af þeim sem í framboði eru fólk myndi helst vilja sjá leiða lista Sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að 40,5 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilja að Júlíus Vífill taki fyrsta sætið. Halldór er annað val stuðningsmanna flokksins en rétt rúmlega 26 prósent vilja sjá hann í fyrsta sæti. Þorbjörg Helga kemur þar á eftir með 19 prósent og síðast er Hildur með 14,3 prósenta fylgi.

Þorbjörg Helga og Hildur njóta báðar meiri stuðnings meðal borgarbúa almennt en stuðningsmanna flokksins. Þorbjörg mælist þar með tæplega 24 prósent og Hildur með 22,5 prósent. 29 prósent borgarbúa vilja Júlíus Vífil og 26 prósent Halldór.

„Mér þykir bara vænt um það að fólk virðist kunna að meta það sem ég hef verið að gera í borginni. Þetta eru auðvitað ánægjulegur niðurstöður en þetta er auðvitað skoðanakönun sem er að mæla þennan tímapunkt,“ sagði Júlíus Vífill í samtali við fréttamann Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×