Innlent

Eldri hjólreiðamaður varð fyrir bifreið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mynd/Steinar Hugi
Eldri maður á hjóli varð fyrir bifreið á mótum Birkigrundar og Furugrundar síðdegis í dag.

Maðurinn var fastur í einhverja stund undir bílnum en sjúkraflutningarmenn komu honum til bjargar. Hjólið sat þó áfram fast undir bílnum eftir að farið var með manninn á spítala.

Maðurinn mun ekki vera alvarlega slasaður en meiddist á úlnlið og hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×