Innlent

Farið með Fernöndu í var fyrir vaxandi hvassviðri

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Búist er við vaxandi hvassviðri í kvöld.
Búist er við vaxandi hvassviðri í kvöld. Mynd/Vilhelm
Verið er að draga flutningaskipið Fernöndu í var í Faxaflóa þar sem Landhelgisgæslan telur að það gæti sokkið ef það verður áfram úti á rúmsjó. Búist er við miklu hvassviðri í kvöld.

Talið er að eldurinn sé slokknaður, en ekki er hægt að staðfesta það fyrr en varðskipið Þór hefur fært skipið svo að menn geti farið um borð í skipið sem verður ekki gert við núverandi aðstæður af öryggissjónarmiðum.

Samráðsfundur var haldinn í dag hjá fjölda stofnana sem að málinu koma og þar sátu fulltrúar frá Langhelgisgæslunni, Umhverfisstofnun, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Hafrannsóknarstofnun, Samgöngustofu, hafnaryfirvöldum Faxaflóahafna og Hafnarfjarðarhafnar, lögreglu og fulltrúa eigenda skipsins og tryggingafélags.

Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvert verið farið með skipið ti lað dæla úr því olíu og síðan væntanlega til niðurrifs því skipið er líklegast gjörónýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×