Innlent

Styrkja börnin í Tógó

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Krakkarnir á Laufásborg héldu í dag söfnun til styrktar börnum í Tógó í Afríku, en hjálparsamtökin Sól í Tógó byggja þar upp heimili fyrir munaðarlaus börn.

Aðstæður barna í Tógó í Afríku eru erfiðar og deyja þar um 108 af hverjum 1000 börnum áður en þau ná fimm ára aldri en um 26% barna undir fimm ára þjást af vannæringu.

Í dag komu saman á hjallastefnuleikskólanum Laufásborg, börnin í skólanum og fjölskyldur þeirra, en ástæða hittingsins var fjársöfnun til styrktar börnunum í Tógó.

Tugir barna búa á munaðaleysingaheimili hjálparsamtakanna Sól í Tógó og koma þangað börn sem einungis eru nokkurra daga gömul. Matthildur Laufey Hermannsdóttir, annar skólastjórnenda á Laufásborg segir mikilvægt að taka þátt í verkefni sem þessu. „Þörfin er mikil og við erum bara að gera það sem við getum til að leggja okkar af mörkum“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×