Innlent

Ógnaði starfsmanni verslunar með hnífi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Mynd/Anton
Maður var handtekinn á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar í verslun í Kópavogi. Starfsmaður verslunarinnar hafði afskipti af manninum sem í kjölfarið dró upp hníf og ógnaði starfsmanninum. Maðurinn hljóp síðan á brott en var handtekinn skömmu síðar í Kópavogi.

Töluverður erill hefur verið hjá lögreglu í dag. Tilkynnt var um þrjú innbrot í Hafnarfirði í morgun og í einu þeirra var verðmæti þess sem stolið var um ein milljón króna. Mótorhjóli var einnig stolið í öðru innbroti í Hafnarfirði og töluverðu magni af verkfærum í því þriðja.

Brotist var inn í fyrirtæki í Kópavogi og þar var m.a. bifreið á númerunum BX-651 stolið. Tilkynnt var um skemmdarverk á hliði að vinnusvæði á Hólmsheiði á tólfta tímanum. Bifreið hafði verið ekið á hliðið og valdið skemmdum. Brak úr bifreiðinni lá á vettvangi og er málið í rannsókn.

Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og virðist það hafa haldið áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×