Innlent

Óboðinn og óþægilegur gestur

Jakob Bjarnar skrifar
Þegar lögreglu barst tilkynning um manninn var hann sofandi á stigagangi en hafði fært sig um set þegar hana bar að garði.
Þegar lögreglu barst tilkynning um manninn var hann sofandi á stigagangi en hafði fært sig um set þegar hana bar að garði.
Uppúr klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um mann sem þá var sofandi í stigagangi íbúðarblokkar í Austurborginni.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn kominn inn í íbúð hjá sér alls ókunnu  fólki og sat þar í sófa en íbúar voru flúnir inn á baðherbergið. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Þá var einstaklingur handtekinn í miðborginni í nótt en lögreglumenn á eftirliti sáu þar sem viðkomandi sparkaði ítrekað í leigubifreið. Hann reyndist í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×