Innlent

Fullur með skotvopn og hótaði að fyrirfara sér

Jakob Bjarnar skrifar
Meðal þess sem tilkynnt var um til lögreglu í gærkvöldi var vandalisti í Hafnarfirði sem hafið skorið á dekk hjóla í hjólageymslu blokkar þar.
Meðal þess sem tilkynnt var um til lögreglu í gærkvöldi var vandalisti í Hafnarfirði sem hafið skorið á dekk hjóla í hjólageymslu blokkar þar.
Síðdegis í gær barst lögreglu tilkynning um mann nokkurn í Kópavogi sem var með skotvopn uppi við og hótaði að hann ætlaði að svipta sig lífi.

Maðurinn var handtekinn fljótlega eftir að lögreglu bar þar að og ástand tryggt. Hann var ölvaður og vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að veita honum viðeigandi aðstoð.

Annar einstaklingur var handtekinn á Laugavegi í gærkvöldi. Tilkynnt hafði verið um þann að hann væri ölvaður og með ólæti. Viðkomandi er grunaður um hnupl úr verslunum og var hann vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann.

Þá hafði skemmdarvargur verið á ferð í Hafnarfirði en um níu leytið í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í hjólageymslu í blokk í Hafnarfirði. Búið var að skera 4 reiðhjóladekk og voru skemmdir á hurð eftir innbrotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×