Lífið

Sárþjáð eftir maraþon

Kynbomban Pamela Anderson tók þátt í maraþoninu í New York um helgina. Pamela hljóp með bróður sínum Gerry og var í einu orði sagt uppgefin eftir þolraunina.

Pamela hljóp 42,2 kílómetra á fimm klukkutímum og 41 mínútu og birti mynd af sér á Twitter eftir herlegheitin. Á myndinni sést Pamela örmagna með tvo kælibakstra á líkamanum og var sárþjáð eftir hlaupið að eigin sögn.

Pamela tilkynnti það að hún ætlaði að hlaupa maraþonið í september síðastliðnum og náði hún að safna tæplega 76 þúsund dollurum, rúmlega níu milljónum króna, fyrir góðgerðarsamtökin J/P Haitian Relief Organization sem styður við bakið á fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí sem reið yfir árið 2010. 

Pamela hlóð í myndatextann "Ouch" sem þýðir einfaldlega "Ái".
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.