Rikka illa farin eftir sýruárás í auglýsingu UN Women Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. nóvember 2013 13:39 Friðrika Hjördís Geirsdóttir tekur þátt í átakinu. MYND/Sissa Landsnefnd UN Women kynnti um helgina auglýsingaherferð sem miðar að því að vekja athygli á sýruárásum. „Sýruárásir er ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og verndari samtakanna, Friðrika Hjördís Geirsdóttir kokkur og rithöfundur og Margrét Erla Maack dagskrágerðarkona taka þátt í átakinu. „Á myndunum má sjá andlit þeirra sem hefur verið skeytt saman við andlit indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir,“ segir Inga Dóra. „Myndirnar eru átakanlegar en vekja okkur til umhugsunar hversu djúpstæð áhrif sýruárásir hafa á líf kvenna og stúlkna,“ segir Inga Dóra jafnframt.Málefnið er Margréti Erlu hugleikið. „Fyrir nokkrum vikum sá ég konu í strætó í Marseille sem var með sýrubrennt andlit. Hún var um fimmtugt. Hún var í hópi þeirra sem hlaut ekki augnskaða af árásinni,“ segir Margrét Erla. „Bruninn sem er settur á andlitið mitt í eftirvinnslu á minni mynd er í alvöru á andliti stúlku sem var 15 ára þegar hún varð fyrir sýruárás þegar hún neitaði bónorði. Það er líka merkilegt ef maður setur sig í spor þessarar stúlku. Væri ég að vinna í sjónvarpi hefði ég lent í þessu 15 ára gömul? Mögulega ekki. Hefði ég fengið vinnu sem magadansmær? Nei. Væri ég að kenna Bollywooddansa þar sem stór hluti dansins eru svipbrigði? Nei,“ útskýrir Margrét. „Ég hefði líklega ekki sóst eftir því heldur, með brotna sjálfsmynd. Ég hvet fólk til að staldra við og sjá sig fyrir sér, já eða unglingsfrænku eða dóttur í sömu sporum og mæta svo á Fiðrildafögnuðinn,“ bætir Margrét við. Þann 14. nóvember mun UN Women standa fyrir Fiðrildafögnuði í Hörpu. „Þar ætlum við koma saman og gleðjast yfir árangrinum sem náðst hefur í jafnréttismálum í heiminum; kraftinum sem myndast þegar konur brjóta staðalmyndir og hefðir og við ætlum að krefjast þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt,“ segir Inga Dóra. Kvöldið er tileinkað þolendum sýruárása. „Við fáum ógleymanlegt tækifæri að kynnast indverskum konum sem lifað hafa af slíkar árásir,“ bætir hún við. „Fiðrildafögnuður UN Women verður ævintýralegt kvöld. Helsta listafólk Íslands leggur samtökunum lið og býður ykkur upp á magnaða upplifun,“ segir Inga Dóra að lokum og hvetur sem flesta til að mæta. Hægt er að kaupa miða á Harpa.is og midi.is á í verslun ELLU á Ingólfsstræti 5. Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Landsnefnd UN Women kynnti um helgina auglýsingaherferð sem miðar að því að vekja athygli á sýruárásum. „Sýruárásir er ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og verndari samtakanna, Friðrika Hjördís Geirsdóttir kokkur og rithöfundur og Margrét Erla Maack dagskrágerðarkona taka þátt í átakinu. „Á myndunum má sjá andlit þeirra sem hefur verið skeytt saman við andlit indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir,“ segir Inga Dóra. „Myndirnar eru átakanlegar en vekja okkur til umhugsunar hversu djúpstæð áhrif sýruárásir hafa á líf kvenna og stúlkna,“ segir Inga Dóra jafnframt.Málefnið er Margréti Erlu hugleikið. „Fyrir nokkrum vikum sá ég konu í strætó í Marseille sem var með sýrubrennt andlit. Hún var um fimmtugt. Hún var í hópi þeirra sem hlaut ekki augnskaða af árásinni,“ segir Margrét Erla. „Bruninn sem er settur á andlitið mitt í eftirvinnslu á minni mynd er í alvöru á andliti stúlku sem var 15 ára þegar hún varð fyrir sýruárás þegar hún neitaði bónorði. Það er líka merkilegt ef maður setur sig í spor þessarar stúlku. Væri ég að vinna í sjónvarpi hefði ég lent í þessu 15 ára gömul? Mögulega ekki. Hefði ég fengið vinnu sem magadansmær? Nei. Væri ég að kenna Bollywooddansa þar sem stór hluti dansins eru svipbrigði? Nei,“ útskýrir Margrét. „Ég hefði líklega ekki sóst eftir því heldur, með brotna sjálfsmynd. Ég hvet fólk til að staldra við og sjá sig fyrir sér, já eða unglingsfrænku eða dóttur í sömu sporum og mæta svo á Fiðrildafögnuðinn,“ bætir Margrét við. Þann 14. nóvember mun UN Women standa fyrir Fiðrildafögnuði í Hörpu. „Þar ætlum við koma saman og gleðjast yfir árangrinum sem náðst hefur í jafnréttismálum í heiminum; kraftinum sem myndast þegar konur brjóta staðalmyndir og hefðir og við ætlum að krefjast þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt,“ segir Inga Dóra. Kvöldið er tileinkað þolendum sýruárása. „Við fáum ógleymanlegt tækifæri að kynnast indverskum konum sem lifað hafa af slíkar árásir,“ bætir hún við. „Fiðrildafögnuður UN Women verður ævintýralegt kvöld. Helsta listafólk Íslands leggur samtökunum lið og býður ykkur upp á magnaða upplifun,“ segir Inga Dóra að lokum og hvetur sem flesta til að mæta. Hægt er að kaupa miða á Harpa.is og midi.is á í verslun ELLU á Ingólfsstræti 5.
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira