Píratar vilja funda með Halla í Botnleðju Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. nóvember 2013 16:45 Haraldur kallar eftir vitrænni umræðu. mynd/vilhelm Tónlistarmaðurinn og leikskólakennarinn Haraldur Freyr Gíslason, kenndur við rokktríóið Botnleðju, segir að listamenn fái ekki greidd nógu mikil höfundarlaun og hann vill að vandamálið verði viðurkennt. Hann beinir orðum sínum að Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og spyr á Facebook-síðu sinni hvort honum finnist sanngjarnt að hægt sé að stela höfundarréttarvörðu efni á netinu, en Helgi mætti ásamt Bubba Morthens í þáttinn Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini í gær þar sem málefnið var rætt. „Ég er alveg til í að hitta þá og ræða við þá,“ segir Haraldur í samtali við Vísi, en flokksbróðir Helga, þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson, stingur upp á því að Haraldur hitti Pírataþingmennina tvo og ræði málin. „Ef þeim finnst ekki ósanngjarnt að hægt sé að stela lögum sem ég bý til á netinu þá er ekkert að ræða,“ segir Haraldur en bætir því við að ef þeim finnist það ósanngjarnt sé hægt að finna lausn. „Ég hef engar patentlausnir á þessu og ég hef ekki heyrt neinn setja þær fram. Ég vil alveg skilja málflutning þeirra og það sem ég tel mig skilja er að þeir segja það óskynsamlegt og ekki hægt að hefta flæði upplýsinga á netinu og vilji því ekki fara þá leið. Það getur vel verið að það sé rétt en það sem ég kalla eftir er vitræn umræða sem leiðir til lausna sem allir geta sætt sig við.“Hentar ekki að vera eins og sjómaður í Smugunni Eitt af því sem Píratar nefna í umræðunni sé aukinn hlutur tónleikahalds í tekjuöflun tónlistarmanna. Með tækniframförum sé afar erfitt að græða á diskasölu og því sé mögulega eðlilegasta viðskiptamódelið það að diskasala sé aukatriði en tónleikahald aðalatriði. „Það getur verið að það henti einhverjum,“ segir Haraldur. En ef ég segi fyrir mitt leyti þá er ég orðinn 38 ára gamall. Mig langar ekkert rosalega til að túra allt árið úti í heimi til að eiga í mig og á, eins og sjómaður í Smugunni. Og ég vildi heldur ekkert sérstaklega stofna fjölskyldu með þannig einstaklingi. Ég vil geta gert tónlist og selt hana, að því gefnu að einhver vilji hlusta á hana, fengið fyrir það sanngjörn laun og að höfundarréttur minn sé varinn.“ Aðspurður segist Haraldur þó ekki hafa áhuga á því að vera í forsvari fyrir réttindabáráttu tónlistarmanna, en hann hefur leitt kjarabaráttu leikskólakennara og er sem stendur formaður Félags leikskólakennara. „Ég læt atvinnutónlistarmennina um það. Tónlistin er mitt áhugamál, en ég er fyrst og fremst leikskólakennari.“Þingmaður Pírata segir tónleikahald vera framtíðina fyrir tónlistarmenn.mynd/valliTónleikahald er framtíðin Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir fullan vilja til að skoða nýjar leiðir en um leið að tryggja grunnmarkmið höfundarréttarlaganna. „Við Píratar erum algjörlega á því að höfundar og aðrir hugverkarétthafar hafi einkaleyfi á því að hagnast á sínu efni. Gamla leiðin til að gera það var að tryggja höfundum afritunarrétt en til að fylgja þeirri leið í netvæddum heimi þarf að fylgjast með og ritskoða internetið. Við viljum tala við alla sem hafa áhuga á að skoða nýjar leiðir, sem myndu á endanum koma til lagasetningar.“ Jón Þór fullyrðir þó að tónleikahald sé framtíðin. Niðurstöður nýrrar skýrslu frá London School of Economics sýni fram á að sala á geisladiskum hafi farið niður á meðan tekjur hafa aukist af tónleikahaldi. „Þegar grammófónninn kom höfðu tónlistarmenn áhyggjur af því að fólk myndi hætta að mæta á tónleika. Nú hefur þetta snúist við og fáir kaupa plötur á meðan fleiri vilja upplifa tónlistina á tónleikum. Vill fólk breyta því? Er þetta ekki bara jákvæð þróun? Að fólk vilji frekar koma saman til að njóta tónlistar.“Tæknibreytingar ekki alltaf þægilegar Aðspurður segir Jón Þór eðlilegt að þeir tónlistarmenn sem séu vanir gamla dreifingarforminu, eins og Bubbi Morthens og Jakob Frímann Magnússon, verji það með öllum leiðum. „Tæknibreytingar eru ekki alltaf þægilegar, sérstaklega þegar þær eru hraðar. Bubbi Morthens situr með sinn lárviðarsveig og hefur komið sér þægilega fyrir innan gamla dreifingarformsins. Að sjálfsögðu getur maður ekki búist við neinu öðru en að hann verji það viðskiptalíkan sem hann hagnast á. Varðandi Jakob Frímann, er hann ekki á launum við að hugsa um hagsmuni gamla viðskiptalíkansins?“ Tengdar fréttir Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og leikskólakennarinn Haraldur Freyr Gíslason, kenndur við rokktríóið Botnleðju, segir að listamenn fái ekki greidd nógu mikil höfundarlaun og hann vill að vandamálið verði viðurkennt. Hann beinir orðum sínum að Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og spyr á Facebook-síðu sinni hvort honum finnist sanngjarnt að hægt sé að stela höfundarréttarvörðu efni á netinu, en Helgi mætti ásamt Bubba Morthens í þáttinn Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini í gær þar sem málefnið var rætt. „Ég er alveg til í að hitta þá og ræða við þá,“ segir Haraldur í samtali við Vísi, en flokksbróðir Helga, þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson, stingur upp á því að Haraldur hitti Pírataþingmennina tvo og ræði málin. „Ef þeim finnst ekki ósanngjarnt að hægt sé að stela lögum sem ég bý til á netinu þá er ekkert að ræða,“ segir Haraldur en bætir því við að ef þeim finnist það ósanngjarnt sé hægt að finna lausn. „Ég hef engar patentlausnir á þessu og ég hef ekki heyrt neinn setja þær fram. Ég vil alveg skilja málflutning þeirra og það sem ég tel mig skilja er að þeir segja það óskynsamlegt og ekki hægt að hefta flæði upplýsinga á netinu og vilji því ekki fara þá leið. Það getur vel verið að það sé rétt en það sem ég kalla eftir er vitræn umræða sem leiðir til lausna sem allir geta sætt sig við.“Hentar ekki að vera eins og sjómaður í Smugunni Eitt af því sem Píratar nefna í umræðunni sé aukinn hlutur tónleikahalds í tekjuöflun tónlistarmanna. Með tækniframförum sé afar erfitt að græða á diskasölu og því sé mögulega eðlilegasta viðskiptamódelið það að diskasala sé aukatriði en tónleikahald aðalatriði. „Það getur verið að það henti einhverjum,“ segir Haraldur. En ef ég segi fyrir mitt leyti þá er ég orðinn 38 ára gamall. Mig langar ekkert rosalega til að túra allt árið úti í heimi til að eiga í mig og á, eins og sjómaður í Smugunni. Og ég vildi heldur ekkert sérstaklega stofna fjölskyldu með þannig einstaklingi. Ég vil geta gert tónlist og selt hana, að því gefnu að einhver vilji hlusta á hana, fengið fyrir það sanngjörn laun og að höfundarréttur minn sé varinn.“ Aðspurður segist Haraldur þó ekki hafa áhuga á því að vera í forsvari fyrir réttindabáráttu tónlistarmanna, en hann hefur leitt kjarabaráttu leikskólakennara og er sem stendur formaður Félags leikskólakennara. „Ég læt atvinnutónlistarmennina um það. Tónlistin er mitt áhugamál, en ég er fyrst og fremst leikskólakennari.“Þingmaður Pírata segir tónleikahald vera framtíðina fyrir tónlistarmenn.mynd/valliTónleikahald er framtíðin Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir fullan vilja til að skoða nýjar leiðir en um leið að tryggja grunnmarkmið höfundarréttarlaganna. „Við Píratar erum algjörlega á því að höfundar og aðrir hugverkarétthafar hafi einkaleyfi á því að hagnast á sínu efni. Gamla leiðin til að gera það var að tryggja höfundum afritunarrétt en til að fylgja þeirri leið í netvæddum heimi þarf að fylgjast með og ritskoða internetið. Við viljum tala við alla sem hafa áhuga á að skoða nýjar leiðir, sem myndu á endanum koma til lagasetningar.“ Jón Þór fullyrðir þó að tónleikahald sé framtíðin. Niðurstöður nýrrar skýrslu frá London School of Economics sýni fram á að sala á geisladiskum hafi farið niður á meðan tekjur hafa aukist af tónleikahaldi. „Þegar grammófónninn kom höfðu tónlistarmenn áhyggjur af því að fólk myndi hætta að mæta á tónleika. Nú hefur þetta snúist við og fáir kaupa plötur á meðan fleiri vilja upplifa tónlistina á tónleikum. Vill fólk breyta því? Er þetta ekki bara jákvæð þróun? Að fólk vilji frekar koma saman til að njóta tónlistar.“Tæknibreytingar ekki alltaf þægilegar Aðspurður segir Jón Þór eðlilegt að þeir tónlistarmenn sem séu vanir gamla dreifingarforminu, eins og Bubbi Morthens og Jakob Frímann Magnússon, verji það með öllum leiðum. „Tæknibreytingar eru ekki alltaf þægilegar, sérstaklega þegar þær eru hraðar. Bubbi Morthens situr með sinn lárviðarsveig og hefur komið sér þægilega fyrir innan gamla dreifingarformsins. Að sjálfsögðu getur maður ekki búist við neinu öðru en að hann verji það viðskiptalíkan sem hann hagnast á. Varðandi Jakob Frímann, er hann ekki á launum við að hugsa um hagsmuni gamla viðskiptalíkansins?“
Tengdar fréttir Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16