Innlent

Snjóflóðahætta á Tröllaskaga

Mynd/Pjetur
Veðurstofan varar ferðamenn við að vera á ferð í bröttum hlíðum með nýföllnum snjó á Tröllaskaga, eða í grennd við Siglufjörð og Ólafsfjörð. Þar hefur bætt í snjó og skafið í gil í norðlægum áttum.

Sá snjór er ofan á veikara snjólagi og sýna prófanir mikinn óstöðugleika undir foksnjónum. Snjóflóð hafa þegar fallið, en hvergi nálægt byggð og ekki á vegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×