Lífið

Drake skellti sér í ódýrt karókí

Drake eyddi ekki miklu þegar hann skellti sér í karókí í New York.
Drake eyddi ekki miklu þegar hann skellti sér í karókí í New York.
Rappstjarnan Drake leigði sér einkabás á ódýra karókí-barnum Sing Sing í New York í síðustu viku. Sing Sing býður upp á tilboð, hægt er að leigja herbergi á staðnum fyrir átta dali, eða rétt um eitt þúsund krónur. 

Á staðnum er gestum boðið að koma með sinn eigin mat og í herbergjunum er hægt að skammta sér áfengi sjálfur úr þess til gerðum dælum.

Þó vakti athygli að staðarhaldarar hafa ekki uppfært lagalistann nýlega og áttu til að mynda ekki nýjustu plötu Drake, Nothing Was the Same, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim síðan hún kom út í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.