Lífið

Idol-stjarna kaupir glæsihýsi

Idol-stjarnan Kelly Clarkson festi nýverið kaup á glæsihýsi í Nashville.

Kelly og eiginmaður hennar Brandon Blackstock borguðu 2,8 milljónir dollara fyrir húsið, tæplega 350 milljónir króna.

Húsið er glæsilegt í alla staði og er búið sjö svefnherbergjum og níu baðherbergjum. Lúxus er gott orð til að lýsa eigninni og er meira að segja lyfta í húsinu þegar skötuhjúin þurfa að ferðast á milli hæða en nenna ekki að reyna á sig.

Hörkusöngkona.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.