Innlent

Fellibylurinn Hayian: Að minnsta kosti þrír látnir

Gunnar Valþórsson skrifar
Mynd/AFP
Fellibylurinn Hayian hefur náð landi á Filippseyjum og mælist stöðugur vindhraði hans 235 kílómetra hraða á klukkustund eða um 65 metrar á sekúndu. Vitað er um þrjú dauðsföll af hans völdum en menn óttast að sú tala eigi eftir að hækka verulega.

Veðurfræðingar segja að ef spár gangi eftir gæti stormurinn orðið sá öflugasti í sögunni sem gengið hefur á land. Milljónir hafa flúið í var og segja stjórnvöld að tólf milljónir séu í mikilli hættu. Þar á meðal eru íbúar í borginni Cebu, sem er næststærsta borg eyjanna með tvær og hálfa milljón íbúa. Ríkisstjóri í suðurhluta landsins sagði á twittersíðu sinni að björgunarstarf væri erfitt þar sem tré hafi fallið á vegi á stórum svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×