Lífið

Þunglynd Lady Gaga

AFP/NordicPhotos
ARTPOP, nýja breiðskífa Lady Gaga hefur verið beðið með eftirvæntingu meðal aðdáenda poppstjörnunnar.

Gaga virðist þó ekki jafn spennt og aðdáendurnir.

„Mér líður tómri og ég er sorgmædd,“ segir Gaga í samtali við O2, eftir að hafa tekið upp nýju plötuna og segist finna fyrir þunglyndi.

„Ég er ekki lengur sú sem skapar tónlistina, ég er sú sem flytur hana,“ segir hún jafnframt.

Lady Gaga, hefur alltaf verið þekkt fyrir metnaðarfullan flutning sinn á sviði - en hún kemur jafnframt til með að verða fyrsta söngkonan til að syngja í geimnum, árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.