Lífið

„Farðu til helvítis Lance Armstrong“

AFP/nordicphotos
David Edelstein skrifar rýni um kvikmyndina the Armstrong Lie eftir Paul Gibney í New York Magazine, en í kvikmyndinni leitast Gibney við að svara áleitnum spurningum um af hverju Armstrong reyndi að snúa aftur í hjólreiðar, þegar hann vissi að spurningar um lyfjanotkun hans myndu vakna á ný.

Gibney lagði upprunalega í gerð heimildamyndar um endurkomu Lance Armstrong í Tour De France hjólreiðakeppnina árið 2009. Sú mynd átti að heita The Road Back.

Þegar upp komst um lyfjahneyksli Armstrongs, og hann missti alla sjö meistaratitla sína úr Tour de France keppnum og var gert að skila bronsverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Sydney, lagðist Gibney í endurskipulagningu myndefnisins og breytti titli myndarinnar í The Armstrong Lie. 

Armstrong lét Gibney það eftir að fá tvö viðtöl til viðbótar við myndefnið sem hann hafði þegar, til þess að bæta honum skaðann, sem Gibney svo bætti við myndina.

David Edelstein lætur Armstrong heyra það í pistlinum, sem hefst á orðunum: „Farðu til helvítis, Lance Armstrong.“ Edelstein talar um í rýninni að Gibney eyði of miklum tíma með Armstrong áður en upp kemst um lygina, en að sama skapi sé áhugavert að horfa á Armstrong ljúga beint framan í fólk.

Gibney vann til Óskarsverðlauna árið 2007 fyrir heimildamyndina Taxi to the Dark Side um rannsóknir sínar á pyntingum í Afganistan, sem fyrirskipaðar voru af bandarísku ríkisstjórninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.