Lífið

Osbourne baðst afsökunar á ummælum sínum

AFP/NordicPhotos
Sharon Osbourne sér augljóslega eftir að hafa látið þau ummæli falla í sjónvarpsþættinum The Arsenio Show Hall fyrr í vikunni að fyrir utan Barböru Walters, gætu meðstjórnendur þáttarins the View, sem Walters stýrir, farið til helvítis.

Osborne og Julie Chen, meðstjórnandi hennar í spjallþættinum The Talk, voru í viðtali fyrr í vikunni þar sem þær voru spurðar hver væri munurinn á þeirra sjónvarpsþætti og sjónvarpsþættinum The View. 

Julie Chen reyndi að svara spurningunni á kurteisan máta, þegar Osborne greip fram í fyrir henni. 

„Hættu að vera kurteis. Segðu það sem þér finnst. Staðan er þessi. Barbara: Æðisleg. Himnesk. Ég dýrka hana. Ég elska hana. Hinar geta farið til helvítis,“ sagði hún og vísaði þar til meðstjórnenda Walters, þeirra Whoopi Goldberg, Jenny McCarthy og Sherri Shepard.

Í spjallþætti sínum í gær baðst Osborne afsökunar á ummælum sínum.

„Þetta skrifast algjörlega á mig. Ég ber ábyrgð á mér. Stundum. Ég var að reyna að vera fyndin á kostnað annarra og það er ekki í lagi,“ sagði Osborne í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.