Lífið

Það á ekki að ýta á neinn að koma út úr skápnum

Hér sést Neil Patrick Harris ásamt unnusta sínum David Burtka.
Hér sést Neil Patrick Harris ásamt unnusta sínum David Burtka. Mynd/Getty Images
„Það að koma út úr skápnum er mjög persónulegt ferli og það ætti ekki að ýta neinum út í það,“ sagði Neil Patrick Harris í viðtali við Huffpost Live.

„Að mínu mati er heldur ekki rétt að hagnýta sér það á einhvern hátt. Mér finnst þessi heimur allur mjög persónulegur.“

Hann tók einnig dæmi um það að ef maður ætlaði að hoppa ofan í sundlaug og kynni ekki að synda væri árangurslítið að hrinda honum út í laugina. „Það er líklega ekki besta leiðin,“ sagði Harris sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðunum vinsælu How I Met Your Mother. Neil Patrick Harris kom út úr skápnum árið 2006 og hans ástæður fyrir því að opinbera samkynhneigð sína voru að hans sögn þær að hann vildi ekki þurfa að fela ástarsamband sitt við núverandi unnusta sinnn, David Burtka. Burtka leikur lítið aukahlutverk í þáttunum fyrrnefndu, How I Met Your Mother, en hann hefur komið fram í nokkrum þáttum sem Scooter, fyrrverandi kærasti karakters í þáttunum, Lily Aldrin.

„Hjá mér var það bara þannig að ég varð ástfanginn af gaur og varði öllum mínum tíma með honum. Og þess vegna viltu ekki bæla það niður,“ útskýrði Harris. „Ég vildi ekki óvirða David,“ hélt hann áfram. „Ég vildi ekki að David myndi líða eins og hann væri ekki til í lífi mínu og á sama tíma vildi ég ekki að hann yrði þekktur sem „Gaurinn sem er með mér“,“ sagði How I Met Your Mother stjarnan.

Harris er þakklátur fyrir að tímarnir séu að breytast. „Fólki virðist vera meira sama um það hverjum þú ert að sofa hjá og réttilega með meiri áhuga á því hverjum þú verður ástfanginn af.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.