Sport

Boston Red Sox meistari í áttunda sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil fagnaðarlæti brutust út í nótt.
Mikil fagnaðarlæti brutust út í nótt. nordicphotos/getty
Boston Red Sox varð í nótt bandarískur meistari í hafnabolta er liðið vann St. Louis Cardinals, 6-1, á Fenway Park, heimavelli Red Sox.

Úrslitaeinvígið var samtals sex leikir og stóðu Red Sox uppi sem sigurvegarar að lokum en þetta er í áttunda skipti sem Boston Red Sox verður meistari í Bandaríkjunum.

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Boston í nótt en liðið hefur ekki tryggt sér meistaratitilinn á heimavelli í tæp hundrað ár.

Hér að neðan má sjá tíst frá John W. Henry, eiganda Red Sox, en hann er einnig einn af aðal eigendum enska knattspyrnuliðsins Liverpool.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.