Hún lét drauminn rætast - svona á að gera þetta Ellý Ármanns skrifar 31. október 2013 10:00 Smelltu á myndina til að skoða albúmið í heild sinni. Myndir/instagram Anna Rún Frímannsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur og fyrrum sjónvarpsþula lét langþráðan draum rætast þegar hún opnaði netverslun sem hún heldur úti í bílskúrnum hjá sér í Kópavoginum. Við spurðum Önnu Rún um ævintýrið sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá netverjum. „Ég hef lengi haft brennandi áhuga á öllu sem heitir innanhússskreytingar og er þekkt fyrir að hlaupa á milli hæða í húsinu mínu að endurraða á bakka, færa til myndir og breyta til. Ég var líka ansi iðin við að kíkja í þessar flottu „Home Design búðir" sem við eigum og missa mig aðeins með visakortið," segir Anna Rún spurð um áhuga hennar á fallegum innanstokksmunum.Lét sig dreyma „Það var búið að blunda í mér í nokkurn tíma að opna netverslun og leggja áherslu á að kaupa inn vandaðar vörur fyrir heimilið sem hentuðu mínum stíl. Ég viðraði þessa hugmynd við manninn minn fyrir nokkrum árum síðan, þegar ég var í fæðingarorlofi með minnsta gullið mitt sem nú er þriggja ára, en ég hafði bara svo mikið að gera í fæðingarorlofinu að þessi draumur þurfti að bíða aðeins," segir Anna Rún. Opnuðu verslunina á brúðkaupsafmælinu „Eitt kvöldið, rétt fyrir miðnætti, sneri ég mér svo að manninum mínum og sagði: „Eigum við að opna netverslunina núna?". Það þurfti sko ekki að spyrja tvisvar, við settumst niður við tölvuna, keyptum lén fyrir búðina eftir að hafa fundið nafn á hana og stofnuðum Facebooksíðuna HomeStore.is. Svo hófst vinnan við að finna flottar heildverslanir erlendis til að versla við og þann 20. september, á tíu ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna, opnuðum við síðuna," segir Anna Rún.Í sjokki yfir viðbrögðunum „Við vorum alveg í sjokki yfir viðbrögðunum sem við fengum, like-in hrúguðust inn fyrsta sólarhringinn og boltinn fór að rúlla. Ég sá fljótt að það þýddi ekki að hafa þetta bara netverslun heldur yrði ég að leyfa fólki að koma og sjá vörurnar. Við fórum því á fullt að rútta til í bílskúrnum og búa til smá pláss þar fyrir búðina. Ég er búin að koma mér vel fyrir í bili og finnst litla búðin mín í skúrnum alveg svakalega sæt. Ég fæ líka svo yndisleg viðbrögð frá viðskiptavinum sem kíkja til mín og mér er hrósað fyrir að vera með skemmtilegar vörur sem fást kannski ekki endilega annars staðar," segir hún.Anna Rún Frímannsdóttir lét drauminn rætast.Börnin dugleg að hjálpa til „Þetta er í rauninni bara fjórða barnið mitt en mig langaði að geta verið aðeins frjáls vinnulega séð svo ég gæti haldið áfram að gefa börnunum mínum sinn tíma, það er mikilvægasta vinnan - að geta verið til staðar fyrir þau. Þau hafa líka verið ansi dugleg að hjálpa og þolinmóð við foreldra sína enda tekur sinn tíma að koma svona fyrirtæki á koppinn. En viðtökurnar hafa verið svo langt framar björtustu vonum að ég er með stútfullt hjarta af þakklæti og gleði - þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef fengist við."Homestore.isAnna Rún tekur myndirnar af vörunum á símann sinn og hún setti sjálf upp heimasíðuna á Facebook. - Þetta þarf ekki að vera kostnaðarsamt eða flókið. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Anna Rún Frímannsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur og fyrrum sjónvarpsþula lét langþráðan draum rætast þegar hún opnaði netverslun sem hún heldur úti í bílskúrnum hjá sér í Kópavoginum. Við spurðum Önnu Rún um ævintýrið sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá netverjum. „Ég hef lengi haft brennandi áhuga á öllu sem heitir innanhússskreytingar og er þekkt fyrir að hlaupa á milli hæða í húsinu mínu að endurraða á bakka, færa til myndir og breyta til. Ég var líka ansi iðin við að kíkja í þessar flottu „Home Design búðir" sem við eigum og missa mig aðeins með visakortið," segir Anna Rún spurð um áhuga hennar á fallegum innanstokksmunum.Lét sig dreyma „Það var búið að blunda í mér í nokkurn tíma að opna netverslun og leggja áherslu á að kaupa inn vandaðar vörur fyrir heimilið sem hentuðu mínum stíl. Ég viðraði þessa hugmynd við manninn minn fyrir nokkrum árum síðan, þegar ég var í fæðingarorlofi með minnsta gullið mitt sem nú er þriggja ára, en ég hafði bara svo mikið að gera í fæðingarorlofinu að þessi draumur þurfti að bíða aðeins," segir Anna Rún. Opnuðu verslunina á brúðkaupsafmælinu „Eitt kvöldið, rétt fyrir miðnætti, sneri ég mér svo að manninum mínum og sagði: „Eigum við að opna netverslunina núna?". Það þurfti sko ekki að spyrja tvisvar, við settumst niður við tölvuna, keyptum lén fyrir búðina eftir að hafa fundið nafn á hana og stofnuðum Facebooksíðuna HomeStore.is. Svo hófst vinnan við að finna flottar heildverslanir erlendis til að versla við og þann 20. september, á tíu ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna, opnuðum við síðuna," segir Anna Rún.Í sjokki yfir viðbrögðunum „Við vorum alveg í sjokki yfir viðbrögðunum sem við fengum, like-in hrúguðust inn fyrsta sólarhringinn og boltinn fór að rúlla. Ég sá fljótt að það þýddi ekki að hafa þetta bara netverslun heldur yrði ég að leyfa fólki að koma og sjá vörurnar. Við fórum því á fullt að rútta til í bílskúrnum og búa til smá pláss þar fyrir búðina. Ég er búin að koma mér vel fyrir í bili og finnst litla búðin mín í skúrnum alveg svakalega sæt. Ég fæ líka svo yndisleg viðbrögð frá viðskiptavinum sem kíkja til mín og mér er hrósað fyrir að vera með skemmtilegar vörur sem fást kannski ekki endilega annars staðar," segir hún.Anna Rún Frímannsdóttir lét drauminn rætast.Börnin dugleg að hjálpa til „Þetta er í rauninni bara fjórða barnið mitt en mig langaði að geta verið aðeins frjáls vinnulega séð svo ég gæti haldið áfram að gefa börnunum mínum sinn tíma, það er mikilvægasta vinnan - að geta verið til staðar fyrir þau. Þau hafa líka verið ansi dugleg að hjálpa og þolinmóð við foreldra sína enda tekur sinn tíma að koma svona fyrirtæki á koppinn. En viðtökurnar hafa verið svo langt framar björtustu vonum að ég er með stútfullt hjarta af þakklæti og gleði - þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef fengist við."Homestore.isAnna Rún tekur myndirnar af vörunum á símann sinn og hún setti sjálf upp heimasíðuna á Facebook. - Þetta þarf ekki að vera kostnaðarsamt eða flókið.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira