Lífið

Helga Arnar bíður komu barns og sýningu þáttar

Ellý Ármanns skrifar
Nú stendur undirbúningurinn að Óupplýstum lögreglumálum sem hæst. Þættirnir hefja göngu sína í nóvember á Stöð 2. Helga Arnardóttir, sem hefur umsjá með þáttunum, er sett í dag en hún gengur með sitt fyrsta barn. 

„Þetta er búið að vera rosalega krefjandi og skemmtilegt verkefni og gaman að hafa getað fengið tækifæri til að vinna að þessu. Ég hef verið svo heppin að vera full af orku og við góða heilsu á meðgöngunni.  Nú er þetta í góðum höndum og ég er búin að ljúka mínum hluta verkefnisins. Brynja Dögg Friðriksdóttir framleiðandi þáttanna og Stefanía Thors klippari eru núna að sjóða saman lokaútlit þáttarins. Hann er í þvílíkt góðum höndum með þær við stjórnvölinn," segir Helga.

„Ég er í hreiðurgerð og að undirbúa komu barnsins og er álitsgjafi þáttanna í gegnum tölvupóst ef þess þarf en þær munu fylgja verkefninu úr hlaði hetjulega fyrir barnshafandi konuna."

Þessi mynd er tekin af Helgu þegar hún var gengin 36 vikur.mynd/instagram
Þegar talið berst að Óupplýstum lögreglumálum segir Helga: „Um er að ræða andlátsmál, bankarán, bruna og ýmislegt annað dularfullt sem hefur komið inn á borð lögreglunnar þannig að við tökum á mjög mörgum brotaflokkum og þetta er allt óupplýst þannig að við erum líka að binda vonir við að vekja viðbrögð almennings og þann möguleika að fólk stígi fram og ef til vill kunni að búa yfir einhverjum upplýsingum."

Stod2.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.