Lífið

Gunnlaugur stjörnuspekingur gefur út sjálfshjálparbók

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Eymundsson Skólavörðustíg þegar Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur fagnaði útkomu sjálfshjálparbókarinnar Leiðin til sigurs.

 

Gunnlaugur er landsmönnum að góðu kunnur fyrir störf sín að andlegum málefnum síðastliðna áratugi. Hann hefur gefið út vinsælar bækur um stjörnuspeki og sjálfsrækt og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um þau viðfangsefni . Eins og sjá má á myndunum var gleðinu við völd.

Í bókinni fjallar Gunnlaugur um leiðir til að létta lífið. Gunnlaugur skiptir bókinni upp í þrjá efnisflokka. Í þeim fyrsta fjallar hann um sálarlífið. Því næst tekur hann fyrir líkamsrækt og mataræði. Loks fjallar hann um hugann og andlega eiginleika mannsins.

Gunnlaugur áritaði eintök af nýju bókinni í Eymundsson.
Gleðin var allsráðandi
Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar í albúmi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.