Lífið

Chris Brown handtekinn fyrir líkamsárás

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Brown var leiddur fyrir dómara fyrr á árinu vegna árásarinnar á Rihönnu árið 2009.
Brown var leiddur fyrir dómara fyrr á árinu vegna árásarinnar á Rihönnu árið 2009. mynd/getty
Söngvarinn Chris Brown hefur verið handtekinn vegna gruns um líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa, ásamt lífverði sínum, ráðist á karlmann fyrir utan hótel í Washingtonborg í gærmorgun.

Brown er sagður hafa kýlt manninn í andlitið eftir að rifrildi braust út þeirra á milli. Voru Brown og lífvörðurinn handteknir í kjölfarið og ákærðir fyrir líkamsárás.

Söngvarinn er nú þegar á skilorði eftir að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína, söngkonuna Rihönnu, árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.