Lífið

Sigraðist á stami með því að leika eftir atriði úr bíómynd

Mushy hefur glímt við stam um árabil, en enskukennarinn hans, Mr Burton, prófaði að láta hann leika eftir atriði úr Óskarsverðlauna-kvikmyndinni The King's Speech.

Þannig setti Mushy upp heyrnatól sem spiluðu tónlist á meðan hann talaði fyrir framan bekkinn, í þeim tilgangi að leiða huga hans hjá málheltinu.

Kennarar og samnemendur Mushys táruðust yfir ræðunni, þar sem hann sló meðal annars á létta strengi og sagðist lánsamur að draumur hans væri ekki að vinna í símaveri.

Sjón er sögu ríkari. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.