Lífið

Skylduáhorf kvöldsins: Hrifnæmt smábarn grætur af gleði

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Myndband af litlu barni sem grætur af gleði við að heyra móður sína syngja lagið My Heart Can't Tell You No með Rod Stewart fer eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Hefur nú þegar ein og hálf milljón manna horft á myndbandið á YouTube.

Skiptar skoðanir eru á myndbandinu eins og sjá má í athugasemdakerfi undir því. Flestum finnst myndbandið afar krúttlegt og viðbrögð barnsins benda til þess hversu hrifnæmt það er, aðrir vilja meina að barnið sé með eyrnabólgu og því sé afar sársaukafullt fyrir það að heyra sönginn og enn aðrir stinga upp á því að barnið sé einfaldlega skelfingu lostið. Vísir getur ekki dæmt um uppruna grátsins en myndbandið má sjá hér að ofan.

Hér að neðan má svo sjá lagið í sinni upprunalegu mynd með meistara Rod Stewart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.