Innlent

Mesta netfrelsi í heimi á Íslandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/GVA
Ísland getur státað sig af mesta netfrelsi í heimi ef marka má nýlega rannsókn. Í rannsókinni er litið á þær hindranir sem steðja að netverjum og kom Ísland best út úr rannsókninni. Ísland fékk aðeins sex stig af mögulegum 40 þegar litið var á hömlur til aðgengis og brotum á rétti notenda á veraldarvefnum. (Því færri stig, því meira netfrelsi).

Eistland er í öðru sæti með 9 stig. Bandaríkin og Þýskaland eru svo í þriðja sæti með 17 stig. Mestar hömlur eru á netfrelsi eru í Argentínu og Kenía en þessar þjóðir hljóta 27 og 28 stig í rannsókninni.

Einnig er hægt að sjá frekari tölfræði hér.

Niðurstöður í rannsókn á netfrelsi þjóða.Mynd/Mashable



Fleiri fréttir

Sjá meira


×