Íslenski boltinn

Atli og Guðmann framlengdu við FH

Atli í leik gegn ÍA í sumar.
Atli í leik gegn ÍA í sumar.
Stuðningsmenn FH fengu góð tíðindi í dag þegar þeir Atli Guðnason og Guðmann Þórisson skrifuðu undir nýjan samning við félagið.

Atli hefur verið í lykilhlutverki hjá FH undanfarin ár en Guðmann kom mjög sterkur inn í vörn FH í sumar.

Guðmann gæti þó farið í atvinnumennsku eftir því sem fram kemur á 433.is en þar staðfestir Guðmann að hann sé á leið til reynslu hjá sænska félaginu Mjallby.

Áður hafði verið greint frá því að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×