Innlent

"Pabbi er alltaf í Starcraft“

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
„Mamma talar og talar og talar í símann og pabbi er alltaf í Starcraft“ segir skólastúlka þegar hún er spurð að því hvort foreldrar hennar noti mikið síma og tölvu.

Ekki eru nema tæp tuttugu ár síðan fyrsti GSM síminn var tekinn í notkun hér á landi og rúm tuttugu og fjögur ár eru síðan Ísland tengdist hinu eiginlega interneti.

Mikið hefur breyst síðan þá og eru kröfur fólks til tækni alltaf að verða meiri og meiri. Þráðlaust netsamband í flugvélum, snjallúr sem tekur á móti símtölum og nú netsamband á hlaupabrettum og stigvélum.

Tækninni fer sífellt fram og áreitið verður meira.
Það má velta því fyrir sér hvort einhverjir nutu þess ekki að geta farið um borð í flugvél og verið sambandslausir í nokkra klukkutíma. Eins hvort nauðsynlegt sé að komast á netið á hlaupabrettinu.

Rannveig Skúla Guðjósdóttir er á því að netsamband í ræktinni sé kærkomin viðbót og segir fínt að geta skoðað póstinn sinn á brettinu.

En hvað segja krakkarnir? Eru foreldrar í dag orðnir allt of tæknivæddir og þar af leiðandi stundum andlega fjarverandi á heimilinu.

Nokkur börn í Austurbæjarskóla eru á því að það komi fyrir og eru ýmis ráð notuð til að ná athygli foreldranna, þar koma meðal annars panna og stór skeið við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×