Handbolti

Alexander ekki með Ljónunum í sigri í Celje

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson gat ekki spilað með Löwen í Slóveníu í dag.
Alexander Petersson gat ekki spilað með Löwen í Slóveníu í dag. Mynd/NordicPhotos/Getty
Rhein-Neckar Löwen vann sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag þegar liðið sótti tvö stig til Celje í Slóveníu. Rhein-Neckar Löwen vann leikinn með þriggja marka mun, 28-25.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen höfðu gert jafntefli við HC Motor Zaporozhye og tapað fyrir MKB Veszprém í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Alexander Petersson hvíld annan leikinn í röð en hann fékk bakslag eftir að hafa komið snemma til baka eftir uppskurð á öxl í sumar.

Uwe Gensheimer var markahæstur hjá Ljónunum með 10 mörk og varamaður hans, Stefán Rafn Sigurmannsson, komst ekki á blað. Bjarte Myrhol skoraði 6 mörk fyrir Löwen. Rúnar Kárason var eini Íslendingurinn sem komst á blað en hann skoraði eitt mark í þessum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×