Ræða borgarstjóra vekur kátínu: Vefmyndavélar í augu Ólafs Thors Stígur Helgason skrifar 16. október 2013 09:15 Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira