Innlent

Hvatti íbúa Alaska til að fylgja fordæmi Íslendinga við tómataræktun

UE skrifar
Tom Harkin er bandarískur þingmaður sem hélt fyrirlestur á ráðstefnu Arctic Circle í Reykjavík í síðustu viku. Þeir Ólafur Ragnar hafa verið vinir um árabil.
Tom Harkin er bandarískur þingmaður sem hélt fyrirlestur á ráðstefnu Arctic Circle í Reykjavík í síðustu viku. Þeir Ólafur Ragnar hafa verið vinir um árabil.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti erindi á ráðstefnu á vegum Harkin-stofnunarinnar við Drake-háskólann í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni sagði hann að Íslendingar notuðu endurnýjanlega orkugjafa í 85 prósentum tilvika, meðal annars til þess að hita híbýli og rækta tómata í gróðurhúsum.

Hann hvatti íbúa Alaska í gríni til að fylgja fordæmi Íslendinga í tómataræktun. Í framtíðinni sér hann fyrir sér að Íslendingar geti ræktað tómata til útflutnings.

Forsetinn fjallaði einnig um mikilvægi þess að hægja á bráðnun íss. Auk þess kom hann inn á samstarf Íslendinga við Indland og Kína til að finna leiðir til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Stefnubreyting hafi orðið hjá Kínverjum varðandi loftslagsbreytingar og andstaða þeirra er ekki lengur afsökun fyrir aðgerðarleysi að mati forsetans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×