Innlent

Gott ferðaveður um helgina

UE skrifar
Veðrið verður alveg sæmilegt á laugardaginn.
Veðrið verður alveg sæmilegt á laugardaginn.
Búast má við að fjöldi fólks leggi land undir fót um helgina því að vetrarfrí í grunnskólum og framhaldsskólum hefjast á morgun. Kennsla í grunnskólum Reykjavíkur byrjar aftur á miðvikudaginn.

Þeim sem ætla að elta besta veðrið á landinu er bent á að eyða fríinu á vestanverðu landinu. Þar telur Veðurstofan að verði besta og bjartasta veðrið næstu daga. Á þessu svæði verður hægur vindur og nánast úrkomulaust, eða þurrt að kalla.

Á Vesturlandi og Norðvesturlandi má búast við að verði heiðskírt. Víðast hvar annars staðar verður skýjað, meiri vindur og einnig gæti verið einhver úrkoma af og til.

Hitinn verður að öllum líkindum svipaður um allt land. Búist er við að hann verði um 0-5 gráður á daginn. Gæti jafnvel orðið 6 gráður á Suðurlandi. Þar er þó meiri vindur en á Vesturlandi og líklega hefur vindurinn meira að segja en þessi litli hitamunur.

Að deginum til ætti að vera frostlaust allavegana um sunnan- og vestanvert landið, en einhverjar líkur eru á næturfrosti.

Þessi spá ætti að gilda um og yfir helgina. Það getur verið að veðrið breytist á mánudag eða þriðjudag, en það er of snemmt að segja til um það með einhverri vissu enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×