Ódýrara að leggja flugvél en einkabíl í miðborginni Haraldur Guðmundsson skrifar 1. október 2013 07:04 Notendur Reykjavíkurflugvallar greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn. Aðeins kostar nokkur þúsund krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í tvo sólarhringa. Eftir það kostar það 680 krónur á sólarhring. Talsmaður Isavia segir gjöldin sambærileg við það sem tíðkist erlendis. Eigendur flugvéla sem lagt er á Reykjavíkurflugvelli greiða svipað eða minna í gjöld til flugvallarins á sólarhring en ökumenn í miðborginni greiða fyrir gjaldskyld bílastæði. Notendur flugvallarins greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn.Þegar flugvél er lent á Reykjavíkurflugvelli greiðir eigandi hennar lendingargjald, þúsund krónur á hvert tonn, sem á einungis við um vélar sem eru þyngri en tvö tonn. Lauslegur samanburður Fréttablaðsins á lendingargjaldi sambærilegra flugvalla sýnir að gjaldið er mun hærra í öðrum löndum og hleypur í sumum tilvikum á hundruðum þúsunda. Að auki eru engin stæðisgjöld rukkuð á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sex klukkutímana eftir að vél er lagt þar. Að þeim tíma loknum er rukkað eftir þyngd vélarinnar, um 1.100 krónur á hvert tonn fyrir fyrstu tvo sólarhringana og þar á eftir 680 krónur á sólarhring. „Það er ekki langt síðan þessi gjöld voru hækkuð og þá kvörtuðu innlendir flugrekendur vegna þess að allar hækkanir hafa áhrif á farmiðagjöld þeirra,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins. Spurður hvort gjaldið sé ekki of lágt samanborið við til að mynda bílastæðagjöld í Reykjavík segir hann gjöldin ekki samanburðarhæf. „Flugvallargjöld og stæðisgjöld fyrir flugvélar byggja á allt öðrum hlutum en rekstur bílastæða. Gjaldtaka á flugvöllum hér á landi tekur ekki mið af gjaldtöku bifreiðastæða heldur af gjaldtöku á öðrum flugvöllum í öðrum löndum,“ segir Friðþór. Róbert Marshall, alþingismaður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir fyrirkomulag gjaldanna ekki koma sér á óvart. „Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Róbert.Þorvaldur Sverrisson, íbúi í Reykjavík, vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook síðu sinni. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Aðeins kostar nokkur þúsund krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í tvo sólarhringa. Eftir það kostar það 680 krónur á sólarhring. Talsmaður Isavia segir gjöldin sambærileg við það sem tíðkist erlendis. Eigendur flugvéla sem lagt er á Reykjavíkurflugvelli greiða svipað eða minna í gjöld til flugvallarins á sólarhring en ökumenn í miðborginni greiða fyrir gjaldskyld bílastæði. Notendur flugvallarins greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn.Þegar flugvél er lent á Reykjavíkurflugvelli greiðir eigandi hennar lendingargjald, þúsund krónur á hvert tonn, sem á einungis við um vélar sem eru þyngri en tvö tonn. Lauslegur samanburður Fréttablaðsins á lendingargjaldi sambærilegra flugvalla sýnir að gjaldið er mun hærra í öðrum löndum og hleypur í sumum tilvikum á hundruðum þúsunda. Að auki eru engin stæðisgjöld rukkuð á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sex klukkutímana eftir að vél er lagt þar. Að þeim tíma loknum er rukkað eftir þyngd vélarinnar, um 1.100 krónur á hvert tonn fyrir fyrstu tvo sólarhringana og þar á eftir 680 krónur á sólarhring. „Það er ekki langt síðan þessi gjöld voru hækkuð og þá kvörtuðu innlendir flugrekendur vegna þess að allar hækkanir hafa áhrif á farmiðagjöld þeirra,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins. Spurður hvort gjaldið sé ekki of lágt samanborið við til að mynda bílastæðagjöld í Reykjavík segir hann gjöldin ekki samanburðarhæf. „Flugvallargjöld og stæðisgjöld fyrir flugvélar byggja á allt öðrum hlutum en rekstur bílastæða. Gjaldtaka á flugvöllum hér á landi tekur ekki mið af gjaldtöku bifreiðastæða heldur af gjaldtöku á öðrum flugvöllum í öðrum löndum,“ segir Friðþór. Róbert Marshall, alþingismaður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir fyrirkomulag gjaldanna ekki koma sér á óvart. „Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Róbert.Þorvaldur Sverrisson, íbúi í Reykjavík, vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook síðu sinni.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira