Innlent

Varðskipið Þór mótmælir fjárlögunum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir bilun í tækjabúnaði hafa valdið hávaðanum.
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir bilun í tækjabúnaði hafa valdið hávaðanum.
Eins og flestir í vesturhluta Reykjavíkurborgar tóku eftir létu skipsflautur varðskipsins Þórs heyra í sér, bæði í gærkvöldi og fyrir helgi.

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að eldvarnarkerfi skipsins fór af stað og þar með flauturnar.

„Það er verið að vinna að því að finna orsök þessarar bilunar. Þetta er flókinn tæknibúnaður og þetta er sjálfsagt stillingaratriði en okkur finnst voðalega leiðinlegt að þetta hafi gerst og valdið truflunum,“ segir hún.

Í gær var verið að taka upp þátt Bubba Morthens Beint frá Messa við höfnina. Gæti tæknimál tengd þættinum eða hávaði hafa komið kerfinu af stað?

„Nei, þetta er tengt búnaði skipsins. En mögulega er skipið að mótmæla fjárlögunum sem verða kynnt í dag,“ segir Hrafnhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×