Innlent

Lögreglan girðir af Alþingi

Kristján Hjálmarsson skrifar
Lögreglan var í óða önn að setja upp grindverk við Alþingishúsið í morgun.
Lögreglan var í óða önn að setja upp grindverk við Alþingishúsið í morgun. Mynd/pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með töluverðan viðbúnað fyrir þingsetningunni sem hefst klukkan hálf tvö í dag. Rétt fyrir hádegi voru lögreglumenn í óðaönn að setja upp varnargirðingu við Alþingishúsið við Austurvöll.

Ungir jafnaðarmenn hafa boðað til mótmæla við Alþingishúsið.

Þingsetning hefst klukkan 13.30 í dag með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Forseti Íslands setur Alþingi, 143. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp.

Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×