Innlent

Háskalegur leikur í umferðinni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ungur piltur lét annan draga sig í plastkassa á eftir bifreið.
Ungur piltur lét annan draga sig í plastkassa á eftir bifreið. mynd/365
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ferð bifreiðar sem var með kassa úr plasti í eftirdragi. Í kassanum sat ungur piltur og jafnaldri hans ók bílnum.

Lögreglan var við umferðareftirlit í vesturborginni þegar lögreglan varð vör við þá. Lögreglan segir málið grafalvarlegt og ljóst að sá sem var í kassanum var í mikilli hættu.

Að sögn lögreglunnar er þetta mikið dómgreindarleysi af hálfu drengjanna en stutt er síðan að annar þeirra var stöðvaður í umferðinni fyrir það sem lögreglan segir að kalla megi bjánaskap.

Mikil umferð var við götuna þar sem þessi háskalega háttsemi átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×