Innlent

Bein útsending frá setningu Alþingis

Vísir er með beina útsendingu frá þingsetningarathöfn 143. löggjafarþings.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur þingið með ávarpi sínu klukkan 14. Að lokinni ræðu forseta flytur forseti Alþingis, Einar K. Guðfinsson, ávarp.

Að þessu loknu verður gert hlé á fundum Alþingis til klukkan fjögur til að þingflokkar geti fundað. Að þeim fundum loknum verður fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar dreift, en búist er við töluverðum niðurskurði á flestum sviðum í frumvarpinu.

Beina útsendingin heldur áfram hér á Vísi þegar þingsetningarfundi verður áfram haldið klukkan 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×