Innlent

Mótmælendur við Alþingishúsið

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fólk hefur safnast saman við Alþingishúsið til að mótmæla við þingsetningu sem hófst klukkan 13.30 í dag.

Um helmingur mótmælenda virðast vera að mótmæla umhverfismálum ef marka má skilti sem þeir bera og aðrir eru að mótmæla efnahagsstjórn landsins.

Lögreglan var með töluverðan viðbúnað fyrir mótmælin og settu upp varnargirðingu í morgun.

Þingsetning hófst með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Að guðsþjónustu lokinni gengu forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Lögreglan er með töluverðan viðbúnað fyrir framan Alþingishúsið
Þingmenn ganga í Alþingishús að lokinni guðsþjónustu
Ávarp forseta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×