Innlent

Öskubíll skall á fólksbíl í Ártúnsbrekku

Verið er að ná bílstjóra úr bílnum.
Verið er að ná bílstjóra úr bílnum. Mynd/Brjánn Jónsson
Öskubíll og fólksbíll lentu í harkalegum árekstri í Ártúnsbrekku á fjórða tímanum í dag. Loka þurfti fyrir umferð um Vesturlandsveg til austurs meðan unnið var að því að ná bílstjóra fólksbifreiðarinnar úr bílnum.

Mikill viðbúnaður var á svæðinu og tók slökkviliðið þátt í því að ná ökumanninum úr bifreiðinni. Umferð er komin í samt horf í Ártúnsbrekku.

Þrír voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús, enginn þó alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×