Innlent

AMX lokað

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Skjáskot af vef AMX þegar hann var í fullu fjöri.
Skjáskot af vef AMX þegar hann var í fullu fjöri.
Fréttavefnum AMX hefur verið lokað. Vefurinn hóf göngu sína þann 1. desember árið 2008 en var formlega lokað í dag, 1. október. Á síðu AMX í dag birtist stutt tilkynning þar sem greint er frá því að vefurinn sé allur.

Yfir 273 þúsund fréttir fóru í loftið á þessum fimm árum sem vefurinn starfaði. AMX hlaut frelsisverðlaun Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 2012.

„Ritstjórnarstefna vefsins byggðist á borgaralegum gildum og var ritstjórn óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum en tók afstöðu til málefna á grunni hugmynda um frelsi einstaklingsins,“ segir í tilkynningu á vef AMX.

Það var Vefmiðlun ehf. sem rak AMX. Vefmiðlun ehf. er í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar og Arthúrs Ólafssonar til helminga. Friðbjörn Orri var auk þess titlaður útgefandi.


Svona lítur vefur AMX út í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×