Innlent

Rotaður á Hlemmi

Gunnar Valþórsson skrifar
Ekki var bara ljóðadagskrá á Hlemmi í gær.
Ekki var bara ljóðadagskrá á Hlemmi í gær. Pjetur
Maður var sleginn í andlitið á Hlemmi rétt eftir klukkan eitt í nótt með þeim afleiðingum að hann féll í rot. Maðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunnar en ekki er vitað hver árásarmaðurinn var.

Ökumaður virti ekki stöðvunarboð lögreglunnar í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt þegar lögregla var við hefðbundið eftirlit. Maðurinn hélt ferð sinni áfram þrátt fyrir að lögreglan væri með ljós og hljóðmerki á eftir honum og var ekið á um 40 til 60 kílómetra hraða í nokkra stund, að sögn lögreglu.

Að lokum þurfti að aka lögreglubíl í veg fyrir manninn til þess að unnt væri að stöðva för hans. Þegar ökuferðinni lauk kom í ljós að maðurinn var án ökuréttinda og grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu ásamt farþega í bílnum og verða þeir yfirheyrðir síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×