Innlent

Íslenskir umsvifamestir í flugi frá landi

Gunnar Valþórsson skrifar
Íslensku félögin Icelandair, Wow Air og Primera Air upp á langflestar ferðirrnar, eða ríflega níu hundruð.
Íslensku félögin Icelandair, Wow Air og Primera Air upp á langflestar ferðirrnar, eða ríflega níu hundruð.
Í september voru farnar rétt rúmlega þúsund áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í umfjöllun vefsíðunnar Túristi.is í dag.

Þar af buðu íslensku félögin Icelandair, Wow Air og Primera Air upp á langflestar ferðirrnar, eða ríflega níu hundruð. Það er um 88,5 prósent af öllum brottförum samkvæmt útreikningum Túrista. Af íslensku félögunum er Icelandair lang umsvifamest, með um 73 prósent allra ferða í mánuðinum.

Túristi segir að í sumar hafi þýska félagið Air Berlin verið umsvifamest erlendra félaga á vellinum en Íslandsflugi þess lauk um miðjan mánuðinn og því er Easy Jet það erlenda félag sem fer flestar ferðirnar frá Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×