Innlent

Réttað yfir vesturbæjarníðingi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Í dag stendur yfir aðalmeðferð yfir manninum sem tók 10 ára stúlku upp í bíl með sér og braut á henni kynferðislega.
Í dag stendur yfir aðalmeðferð yfir manninum sem tók 10 ára stúlku upp í bíl með sér og braut á henni kynferðislega. mynd/365
Aðalmeðferð yfir manninum, sem tók tæplega ellefu ára gamla stúlku upp í bíl og braut á henni kynferðislega, hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Brotið átti sér stað 14. maí og var maðurinn, sem er á fertugsaldri, handtekinn sama dag og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Málsatvik voru þau að stúlkan var á heimleið úr skóla í Vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag þegar ókunnugur maður tók hana með valdi og setti í aftursæti bifreiðar sinnar. Hann ók með stúlkuna á afvikinn stað í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, þar sem hann mun hafa brotið gegn stúlkunni.

Maðurinn hafði í hótunum við stúlkuna en ók henni aftur í Vesturbæ Reykjavíkur og hleypti henni út þar. Stúlkan gat gefið greinargóða lýsingu á manninum og bílnum og fannst maðurinn fljótlega og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×