Íslenski boltinn

Samstarfinu við Bubba lokið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Kr. Björnsson.
Björn Kr. Björnsson. Mynd/Anton
Björn Kr. Björnsson þjálfari og HK/Víkingur hafa orðið ásátt að um ljúka samstarfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Björn stýrði liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. Sumarið reyndist liðinu erfitt en það klóraði þó vel í bakkann eftir því sem á leið. Liðið fékk sjö stig úr fjórum síðustu leikjunum. Úr varð úrslitaleikur gegn Aftureldingu í lokaumferðinni þar sem 2-1 sigur dugði liðinu ekki.

HK/Víkingur leikur í 1. deildinni næsta sumar líkt og Þróttur sem hafnaði í neðsta sæti í sumar. Bæði lið voru nýliðar í sumar. Tilkynningu HK/Víkings má sjá hér að neðan.

„Undir stjórn Björns tók lið HK/Víkings miklum stakkaskiptum til hins betra og átti í fullu tré við flest lið i Pepsideildinni og var hársbreidd frá því að halda sæti sínu í deildinni. Lið HK/Víkings náði til að mynda 7 stigum úr síðustu fjórum leikjum.  

Leikir annarra liða féllu hins vegar ekki með liðinu þannig að fall varð staðreynd nánast á naumasta markamun. Björn á þar stærstan hlut að.

Fyrir þetta góða starf þökkum við Birni kærlega fyrir og óskum honum alls velfarnaðar í nýjum áskorunum á knattspyrnusviðinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×